For business
English
Choose a service
Sálfræðiþjónusta
Sálfræðiþjónusta hjá Domus Mentis Domus Mentis býður upp á fjölbreytta og gagnreynda sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Meðferðin er sniðin að þörfum hvers og eins og unnin af reynslumiklu teymi sálfræðinga og sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Við leggjum áherslu á hlýlegt og öruggt meðferðarumhverfi, faglega framkvæmd og lausnamiðaða nálgun sem byggir á bestu fáanlegu þekkingu. Helstu meðferðir og þjónusta 🔹 Hugræn atferlismeðferð (HAM/CBT), t.d. vegna kvíða, þunglyndis, streitu, neikvæðrar sjálfsmyndar, reiði og annar truflandi vandi. 🔹 Áfallamiðuð meðferð eins og hugræn úrvinnslumeðferð, EMDR og Narrative Exposure Therapy, sem styðja við bata eftir áföll og erfiðar lífsreynslur. 🔹 Sálfræðimeðferð fyrir börn og ungmenni, þar á meðal aðstoð við kvíða, hegðunarvanda, tilfinningastjórn og félagsfærni. 🔹 Sálfræðilegt mat og greiningar, meðal annars vegna kvíða, þunglyndis, áfalla, 🔹 Fjarþjónusta og netviðtöl, aðgengileg hvar sem er á landinu. Okkar nálgun Við vinnum út frá heildrænum skilningi á vanda fólks og notum gagnreyndar aðferðir sem hafa sýnt fram á árangur. Markmið okkar er að efla líðan, sjálfstraust og virkni, og styðja við einstaklinga og fjölskyldur með fagmennsku og sveigjanleika að leiðarljósi
Fjölskylduráðgjöf
Fjölskylduráðgjöf hjá Domus Mentis Domus Mentis býður upp á fjölskylduráðgjöf/meðferð sem miðar að því að styrkja samskipti, efla tengsl og stuðal að lausn ágreinings innan fjölskyldunnar. Ráðgjöfin byggir á gagnreyndum nálgunum og er sniðin að einstökum þörfum hverrar fjölskyldu. Helstu áherslur í fjölskylduráðgjöf 🔹 Bætt samskipti og tengslamyndun Unnið er með bætt samskiptamynstur, hlustun, tilfinningatjáningu og leiðir til að stuðla að meiri gagnkvæmum skilningi. 🔹 Stuðningur við foreldra Ráðgjöf vegna uppeldis og leiðir til að styrkja barn-foreldra samband. 🔹 Að takast á við áföll og erfiðleika Fjölskyldur fá stuðning við að vinna úr áföllum, veikindum, breytingum og samþættingu ólíkra sjónarhorna. 🔹 Vandi barna og ungmenna Ráðgjöfin tekur á hegðunarvanda, kvíða, samskiptavanda og tilfinningastjórn, með áherslu á að styrkja fjölskylduna sem heild. 🔹 Paráðgjöf og sambandsvandi Unnið er með gagnreyndar leiðir til að byggja upp heilbrigt og virkt samband. Okkar nálgun Fjölskylduráðgjafar Domus Mentis vinna út frá gagnreyndum aðferðum sem hafa sýnt árangur í að bæta samskipti, draga úr streitu og auka vellíðan allra fjölskyldumeðlima. Markmið okkar er að skapa öruggt rými þar sem fjölskyldan getur unnið saman að varanlegum breytingum.
Uncategorized
Gift voucher details
Gift voucher details