Español
Markþjálfun hentar þeim sem vilja vöxt og vellíðan. Ég sérhæfi mig í starfstengdri vinnu með fólki sem vill kynnast eigin möguleikum og styrk, setja sér markmið, ná jafnvægi vinnu og einkalífs og bæta eigið líf. Vinn einnig með fyrirtækjum að bættri fyrirtækjamenningu og teymismarkþjálfun.
🌟 Í atvinnuleit – en veist ekki hvar þú átt að byrja?🙀 Stendur þú á starfstengdum tímamótum, langar að breyta um starfsvettvang eða sækjast eftir starfsþróun í núverandi starfi, eða ertu í virkri atvinnuleit – en ert ekki alveg viss hvert þú vilt stefna, eða hvernig þú kemst þangað? Þá gæti starfstengd markþjálfun verið það sem hjálpar þér að taka næstu skref 💼 Í maí býð ég upp á sértilboð fyrir fólk í atvinnuleit sem vill: ✅ Fá betri yfirsýn yfir möguleika ✅ Byggja upp sjálfstraust og fókus ✅ Fá hvatningu og stuðning í atvinnuleit ✨ Nú geturðu nýtt þér markþjálfun á frábæru verði – aðeins 18.900 kr. fyrir allt að 3 tíma í maí. Þú greiðir fyrir einn tíma en mátt koma allt að þrisvar sinnum í maímánuði. Þrjú samtöl á verði eins og möguleikar þínir framundan eru óþrjótandi! 📅 Takmarkaður fjöldi í boði – bókaðu þinn tíma í dag og stígðu af áræðni inn í næsta kafla!
Ráðgjöf við atvinnuleit eða önnur starfstengd ráðgjöf. - Aðstoð við gerð ferilskrár - Ráðgjöf við starfaleit og umsóknir - Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal - Aðstoð og ráðgjöf við ýmis starfstengd mál (samskipti, starfsþróun og fleira)