Español
Prana heilun – tenging við lífskraftinn. Prana er lífskraftur, orkan sem gefur okkur líf og streymir í gegnum allt í alheiminum. Í Prana heilun er unnið með þessa orku með sérstakri öndun, bæði hjá þeim sem veitir heilun og þeim sem þiggur hana. Heilari notar ekki sína eigin orku heldur tengir sig við Prana orkuna – hreina lífsorku alheimsins. Með því að nota þessa öndun reglulega dýpkar tengingin við eigin orku, líkama og innri visku. Þú lærir að greina hvað gefur þér kraft, hvað nærir þig og styður við þína velferð. Um leið getur þú sleppt því sem dregur úr þér og skapar orkuleysi. Öndunin sem notuð er í Prana heilun er einföld en kraftmikil – og getur haft djúpstæð áhrif á líðan, jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi.
Tíminn byrjar á 30-40 mínútna bandvefslosun þar sem líkaminn slakar og við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er og koma á eðlislegu jafnvægi. Þegar unnið er með bandvefinn á þennan hátt losnar um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Tíminn endar svo á 15 mínútna prana heilun þar sem opnað er fyrir orkukerfin, þú fyllist af orku og öll vinnan á undan er innsigluð. Bowen og prana vinnur mjög vel saman og þú endurnærist á líkama og sál.
Bowen meðferð – mild og áhrifarík leið til jafnvægis Græðandi meðferð sem byggir á mildum hreyfingum yfir vöðva, sinar og bandvef líkamans. Meðferðin hjálpar þér að losa uppsafnaða spennu, bæði líkamlega og andlega, og styður við náttúrulegt jafnvægi hans. Í Bowen meðferð er beitt léttum þrýstingi til að örva bandvefinn og koma af stað sjálfsheilunarferli líkamans. Þetta ferli stuðlar að verkjalosun, dýpri slökun og aukinni orku. Meðferðin vinnur á einstaklega mjúkan hátt og hentar öllum. í Bowen meðferð er unnið með líkamann sem eina heild og getur meðferðin getur hjálpað við margvísleg óþægindi, eins og vöðvaverki, stoðkerfisverki, streitu, gigt, meltingarvandamál, svefntruflanir og fleira.
Bowen meðferð er græðandi meðferð sem felst í röð hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og/eða andlega. Í Bowen meðferð er beitt mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er og koma á eðlislegu jafnvægi. Þegar unnið er með bandvefinn á þennan hátt losnar um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Í bowen meðferð er því unnið með líkamann sem eina heild. í 30 mínútna tíma er unnið hnitmiðað með stoðkerfisverki.
Tíminn byrjar á 30-40 mínútna bandvefslosun þar sem líkaminn slakar og við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er og koma á eðlislegu jafnvægi. Þegar unnið er með bandvefinn á þennan hátt losnar um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Tíminn endar svo á 20 mínútna tónheilun með gongi og kristalsskálum, þar sem þú færð djúpslökun og líkaminn fær gott tækifæri á að vinna úr bandvefslosuninni.