Elige un servicio

Dáleiðsla - fullorðnir
120 min

Dáleiðsla getur hjálpað á marga vegu. Hún styður fólk við að losa um kvíða, streitu og tilfinningalega spennu, styrkir sjálfstraust og hjálpar til við að byggja upp jákvæðari sjálfsímynd. Með dáleiðslu má vinna með slæmar venjur, ótta eða fælni, bæta svefn og stuðla að meiri innri ró og jafnvægi. Hún getur einnig haft jákvæð áhrif á líkamlega kvilla sem tengjast streitu eða spennu, svo sem verkjum, meltingartruflunum eða húðvandamálum. Margir nýta dáleiðslu til að efla einbeitingu, hugrekki og frammistöðu eða til að skapa hollari lífsstíl og sjálfsmeðvitund í daglegu lífi.

Blast - meðferðartækni
60 min

Hvað er BLAST Technique? BLAST Technique er nýstárleg meðferð sem byggir á taugavísindum, sérstaklega þróuð til að hjálpa fólki að vinna með áföll, streitu, kvíða og tilfinningaleg viðbrögð á skemmri og mildari hátt en hefðbundnar aðferðir. Meðferðin var þróuð árið 2008 af Nick Davies og sameinar krafta þekktrar EMDR tækni með nýjum, skilvirkari ferlum sem virka í samræmi við hvernig heilinn vinnur minningar. BLAST Technique® – mild og markviss áfallavinna: BLAST Technique® (Bi-Lateral Analysis and Stimulation Treatment) er nútímaleg meðferðaraðferð sem var þróuð árið 2008 af Nick Davies, alþjóðlega viðurkenndum sérfræðingi í dáleiðslumeðferðum og mannlegri hegðun. Aðferðin byggir á skilningi á því hvernig heilinn vinnur úr minningum og tilfinningalegum viðbrögðum, sérstaklega í tengslum við áföll. BLAST á rætur sínar meðal annars í EMDR-meðferð (Eye Movement Desensitisation and Reprocessing), sem hefur verið mikið notuð við áfallastreitu og áfallavinnu. Með BLAST er lögð áhersla á að nýta náttúrulegt vinnslukerfi heilans á markvissan hátt og styðja við úrvinnslu minninga með tvíhliða örvun og greiningu, án þess að skjólstæðingur þurfi endilega að fara ítarlega ofan í sársaukafullar upplifanir. Markmið BLAST er að gera meðferðarferlið skýrara, mildara og skilvirkara – bæði fyrir skjólstæðing og meðferðaraðila – og skapa rými þar sem hægt er að vinna með áföll, streitu og sterk tilfinningaleg viðbrögð af nærgætni og öryggi. Í raun hefur BLAST meðferðin verið kölluð EMDR á sterum þar sem raunveruleg upplifun af létti kemur strax í tímanum. Aðferðin er notuð af þjálfuðum BLAST® og Advanced BLAST Technique® sérfræðingum víða um heim og hefur verið hluti af áfallavinnu í fjölbreyttu samhengi. Um meðferðina: Í BLAST-vinnu er oft áhrifaríkast að einbeita sér að fáum, vel afmörkuðum atriðum í einu. Yfirleitt er mælt með því að vinna með 1–3 lykilþætti í hverjum tíma, þannig að ferlið fái nægt rými og úrvinnslan verði dýpri og skýrari. Þetta stuðlar að betra jafnvægi og meiri festu í breytingum. Hver BLAST tími tekur allt að 60 mínútur í senn. Fyrir hverja hentar BLAST? BLAST hefur verið notað af þjálfuðum meðferðaraðilum víða um heim við: - PTSD og flóknum áfallum - Kvíða og almennri streitu - Depurð og þunglyndi - Losað um slæmar tilfinningar vegna erfiðra tengsla við aðrar manneskjur - Fælni, átröskunum og fíkn - Tilfinningalegum mynstrum eins og skömm, sektarkennd og reiði -Svefnleysi og endurteknum minningum ofl. ofl.

Endurkomutími innan 3 mánaða
75 min

Við vinnum áfram með vandamálið, förum yfir árangur og prófum nýjar aðferðir til að ná enn betri árangri.

Heilsudáleiðsla
90 min

Dáleiðsla hefur verið notuð með góðum árangri til að flýta fyrir bata fyrir og / eða eftir aðgerðir eða lyfjameðferðir. Aðferðirnar sem notaðar eru voru hannaðar af Garry Coles dáleiðara sem vinnur á Krabbameinsdeild NHS í Bretlandi þar sem hann vinnur með læknum og hjúkrunarfræðingum að hjálpa krabbameinssjúklingum að ná skjótari bata. Hann hefur stundað rannsóknir á dáleiðslumeðferðum sínum á spítalanum með læknum þar og niðurstöðurnar sýna að dáleiðsla hefur mjög jákvæð áhrif á bata, hvenær sem hún er nýtt í krabbameinsmeðferðinni. Dáleiðslan getur einnig hjálpað til með að losa um og vinna úr kvíða og andlegri vanlíðan sem fylgir oft erfiðum / langvinnum veikindum.

Léttara líf - hugræn magaermi
120 min

Hefur þú verið að berjast við viktina í langan tíma en ekkert virðist virka. Með því að endurforrita huga þinn og hugsunarhátt og fara í gegn um sýndarmagabands aðgerð þá getur þú notið þess að léttast án þess að þurfa binda þig við flókna matarkúra eða fara svo langt að fara í stóra og jafnvel dýra aðgerð. Hefur þú verið að kljást við súkkulaðifíkn, nammifíkn, kökur, snakk eða annað sem þú veist að gerir þér ekki gott og vilt losna við? Það er auðvelt í dáleiðslu að kveðja óvelkomna ávana og matarfíkn. Innifalið í tímanum er dáleiðsla í eigin persónu og svo upptaka til að hlusta á, á hverjum degi (í lágmark 3 vikur). Léttara líf - hugræn magaermi er sársaukalaus aðferð sem stillir huga og líkama saman á fallegann hátt. Fyrsti tíminn kostar 35.000 kr og endurkomur 22.000 kr skiptið (heildarfjöldi skipta oft á bilinu 3-4 skipti).

Fóbíudáleiðsla
90 min

Ert þú með fóbíu sem þú vilt losna við? Margir læra að lifa með fóbíum og haga lífi sínu þannig að fóbían snerti þeirra líf sem minnst. Stundum er það auðvelt og fóbían hefur lítil sem engin áhrif á lífið en stundum er það ekki hægt og fóbían truflar jafnvel daglegt líf. Dáleiðsla er sársaukalaus leið til að losna við þessar ranghugmyndir úr huganum og frábær leið að auðveldara lífi. Fóbíur geta verið margskonar, td: pöddu/geitunga/kóngulóafóbía, flughræðsla / bílhræðsla, fóbía við snertingu eða hljóði, sýklafóbía, lækna / tannlæknafóbía og svo lengi mætti telja. Í sumum tilfellum þarf fleiri en 1 skitpi. Fyrsta koma er 27.000 kr og endurkoma er 22.000 kr.

Fyrrilífs dáleiðsla
90 min

Fyrrilífsdáleiðsla er djúp innri ferð þar sem þú getur skoðað sögur, tilfinningar eða mynstur sem kunna að liggja djúpt í undirmeðvitundinni. Markmiðið er ekki endilega að sanna fyrri líf, heldur að nota reynsluna til að öðlast innsýn, skilning og lækningu í nútímanum. Með slökun og leiðsögn getur þú opnað fyrir dýpri vitund, aukið sjálfsskilning og fundið frið gagnvart því sem áður var óútskýrt eða óljóst.

Dáleiðsla - börn og unglingar til og með 18 ára
90 min

Dáleiðsla getur hjálpað börnum og unglingum að finna meiri ró, sjálfstraust og innri styrk, sérstaklega þegar þau glíma við kvíða, svefnvanda, einbeitingarerfiðleika eða óöryggi. Með dáleiðslu lærir barnið að slaka á, tengjast eigin tilfinningum og takast á við hugsanir á jákvæðari hátt. Hún getur einnig hjálpað til við að draga úr ótta eða spennu, bæta líðan og skapa betra jafnvægi í daglegu lífi.

Símtal (frítt) - upplýsingar um dáleiðslu og hvort hún hentar þér. Hringt er eftir kl 16 þann dag sem símtal er valið.
10 min

Vinsamlega veldu dag sem hentar þér, en bókaðu í fyrsta lausa tíma dagsins. Ég hringi yfirleitt eftir klukkan 16. Í símtalinu getur þú spurt um dáleiðslu og við getum komist að því hvort hún henti þér eða þínu vandamáli.