Para las empresas
Español
Elige un servicio
Markþjálfun
60 min
Markþjálfun styður við þig að ná persónulegum og faglegum markmiðum. Þú færð tækifæri á að kanna raunverulegar óskir og langanir. Saman finnum við hvaða hindranir eru á veginum, könnum styrkleika þína og gildi og setjum niður raunhæft plan. Markmið mitt er að þú fáir aukið sjálfstraust, upplifir valdeflingu í eigin lífi, sjáir árangur af markmiðasetningu og stígir þannig mikilvæg skref nær lífinu sem þú vilt lifa.
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð
60 min
Í Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er unnið með líkamstakt, höfuðbein, himnur og bandvef líkamans. Í meðferðinni er hreyft við líkamspörtum, líffærum og unnið með orkubrautir og orkupunkta. Í meðferðinni getur verið notaður léttur þrýstingur, tog, hlý handayfirlögn, samtal og heilunarorka.