Français
Bowentækni er bandvefslosunarmeðferð hún er aðallega græðandi meðferð og felst í röð mjúkra hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og eða andlega. Bowentæknirinn notar fingurna á ákveðin svæði og beitir mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er til að halda öllu í réttu jafnvægi. Með bandvefslosunartækni er losað um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku.
Lögð áhersla á ákveðin svæði eftir þröfum hvers og eins, t.d háls, axlir, bak eða fætur.
Klassíst nudd þar sem leitast er eftir að mýkja vöðva og ná slökun. Einstaklingsmiðað þar sem lögð er áhersla á ákveðin svæði, allt eftir vali hvers og eins.
Klassíst nudd þar sem leitast er eftir að mýkja vöðva og ná slökun með áherslu á allan líkamann eða likamspart, allt eftir þörfum hvers og eins, með það að marki að stuðla að auknu blóðflæði og betri hreyfigetu.
Klassíst heilnudd þar sem leitast er eftir að mýkja vöðva og ná slökun með það að marki að stuðla að auknu blóðflæði og betri hreyfigetu. Hentar vel þegar leggja þarf áherslu á sérstakan líkamspart svo tími fyrir heilnudd sé nægur.
Klassíst nudd þar sem lögð er áhersla að slökun og endurheimt.
Sogæðanudd minnkar uppsöfnun vökva í líkamanum og styrkir ónæmiskerfið. Veitir góða slökun sem hefur áhrif á bættan svefn. Hjálpar til með losun á uppsöfnun eiturefna í líkamanum. Minnkar bólgur, afeitrar líkamann og getur minnkað appelsínuhúð. Gott við vefjagigt. Mælt er með að taka nokkra tíma í röð til að hámarka áhrif nuddsins