Français
Viðskiptavinur liggur á nuddbekk & kemur í þægilegum buxum. Góð endurheimt með höfuðnuddi, herða- háls og andlitsnuddi. Ásamt tónheilun og slakandi tónlist. Þrýstistígvélin hjálpa til við bjúg á fótum, fótapirring og þreyttar fætur. Nuddstígvélin eru vinsæl til þess að ýta undir endurheimt íþróttamanna & hjálpa að losa mjólkursýru úr vöðvum. Örva sogæðakerfið, eitlakerfið og blóðflæði um allan líkamann, sem flýtir fyrir losun eiturefna úr líkamanum.
Heildrænt nudd er tegund af “Full Body Massage” þar sem áhersla er lögð á djúpslökun. Í heildrænu nuddi losum við um stífleika í líkamanum, aukum blóðfæðið, drögum úr bólgum og minnkum streitu.
Viðskiptavinur liggur á nuddbekk í þægilegum buxum innan undir. Góð endurheimt með slakandi tónlist. Normatec 3 nuddstígvélin eru hönnuð fyrir endurheimt og meðhöndlun á ýmsum vanmálum. Þau hjálpa þér að losna við bjúg á fótum, mjólkursýru úr vöðvum, fótapirring og þreyttar fætur. Nuddstígvélin eru vinsæl til þess að ýta undir endurheimt íþróttamanna með bylgjuflæði (e. dynamic flow). Örva sogæðakerfið, eitlakerfið og blóðflæði um allan líkamann, sem flýtir fyrir losun eiturefna úr líkamanum. Sannað hefur verið að Normatec hjálpar við sogæðabólgum, dregur úr sársauka og eymslum og dregur úr líkum á vöðvaeymslum eftir æfingu (e. delayed onset muscle soreness).