Français
Gefðu líkamanum það sem hann þarf til að blómstra. Hvíld, endurnæring og meðvituð hreyfing eru lykillinn að því að þú getir verið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Í þessum tímum vinnum við markvisst með bandvefinn (fascia) – kerfi sem tengir allan líkamann saman og gegnir mikilvægu hlutverki í hreyfigetu, skynjun og vellíðan. Þegar bandvefur verður stífur eða þurr getur það haft áhrif á hreyfanleika, líkamsstöðu og jafnvel taugaboð. Hvað gerum við í tímunum? 🌀 Bandvefsrúll Með markvissri rúllun örvum við blóðflæði, mýkjum vefi og flýtum fyrir bata. Þetta hjálpar við að losa spennu, draga úr harðsperrum og bæta hreyfigetu. Við styðjum jafnframt sogæðakerfið og taugakerfið. 🧘♀️ Hreyfiflæði Mild blanda af léttum æfingum sem hita líkamann, opna liði og auka mýkt. 🌬 Djúpteygjur Með djúpri öndun og meðvituðu álagi gefum við líkamanum rými til að losa um spennu og ná dýpri slökun. Þetta róar hugann og eykur líkamsvitund. ✨ Ávinningur Betri líkamsvitund Minni vöðvaspenna Dregur úr verkjum Bætt líkamsstaða Aukin frammistaða Minni streita og betra jafnvægi 10 laus pláss: 🗓 Þriðjudaga & fimmtudaga kl. 17:00 ⏰ 60 mín 📆 2x í viku – 4 vikur 💰 Verð: 22.900 kr 📍 Hvar: Rýmið, Eyrargötu