facebook pixel
Choisir un service

Stjörnukortalestur - Stakur tími
85 min

Í stökum tíma í stjörnukortalestri getum við farið yfir hvað sem vekur áhuga þinn á stjörnuspekinni. Hvort sem það er að fara lauslega yfir stjörnukortið í heild sinni og þau atriði sem standa uppúr og eru mikilvæg að vera meðvituð um. Eða eins og að velta upp atvinnu möguleikum, hverju maður gæti leitast eftir í maka, stefnubreytingar í lífinu. Í raun hvað sem er. Með aðstoð stjörnukortsins geri ég mitt besta til þess að hjálpa þér að spegla hvað það er sem liggur á hjarta.

Einkatími - Kennsla í stjörnuspeki
55 min

Í einkatíma í stjörnuspeki kemur þú með hvað það er sem þig langar að fara yfir og skoða nánar. Hvort sem það er í kortinu þínu, í að dýpka skilning þinn á plánetunum og húsunum, að skilja merkin á dýpri vegu, hvernig sálrarorkan virkar og í raun hverju því sem þér dettur í hug. Hérna geri ég mitt besta til þess að koma til móts við ósk þína eða spurningar varðandi stjörnuspeki. Hér fáum við bæði að vaxa og því er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Að fá tækifæri til þess að fara upp um gír og fara á dýpið hvað stjörnuspekina varðar og kenna hvað þetta séu hreint mögnuð fræði með nær takmarkalausa dýpt í boði. Spurningin er einungis hversu djúpt viltu kafa og hversu fær í skilning á stjörnuspekinni ertu til þess að skilja dýpið af alvöru. Hérna geta komið til mín bæði algjörir byrjendur sem hafa rétt svo hafið vegferðina sína inní stjörnuspekina sem og þið sem hafið velt henni fyrir ykkur í langan tíma og viljið eiga samtalið til þess að spegla spekina enn betur. Allir eru velkominir, hérna fer þetta að verða virkilega skemmtilegt.

Markþjálfun - Stakur tími
55 min

Í stökum tíma í markþjálfun sé ég að mestu leiti um að hlusta og leifa þér að hlusta á sjálfa/n þig tala um það sem liggur þér á hjarta. Með því að fá að tala um hvað það er sem hjarta manns kallar eftir þá er hægt að finna eitthvað ákveðið, taka það og vinna með það. En einnig er hægt að nýta tíman þarr sem markmiðasetning er ekki endilega tekin inní myndina. Heldur væri þá notast við verkfæri markþjálfunarinnar til þess að spegla og komast nærri manni sjálfum til þess að rannsaka sjálfan sig. Því það er að mínu mati oftast í gegnum okkur sjálf sem við finnum öll bestu svörin. Þannig hægt er að hafa tímann mjög hnitmiðaðan. en einnig er hægt að nota hann sem rannsókn inní sjálfið. Þessa tíma er hægt að bóka aftur og aftur þar sem vegferð okkar samtals tekur sér sjálfstæða stefnu og við eltum hvert hún leiðir, dýpra að manni sjálfum/ri.

Paralestur
120 min

Í þessum paralestri þá fer ég yfir stjörnukortin og hvernig þau eru í sameiningu. Við getum skoðað ofboðslega markt þegar kemur að tveimur stjörnukortum saman. Ég fókusera á hvort kort fyrir sig og horfi eftir hvaða styrkleikar í kortunum vinna saman, hvaða veikleikar eigast við og hvar vaxtatækifærin liggja í að vaxa enn betur saman. Hvernig þið passið vel og ekki eins vel saman. Miklar gjafir og verðug verkefni liggja í þessum ekki eins vel saman pörtum en töfrarnir liggja oft í þessu sameiginlega. Hvað það er sem gerir ykkur lík. Hvernig þið eruð rétti spegilinn fyrir hvort annað til þess að vaxa sem einstaklingur. Því það er mín skoðun og hún þarf alls ekki að vera rétt að gífurlega sterkur vettvangur liggi í vexti einstaklingsins innan sambands með maka sinn sem sinn fullkomna spegil.

Stjörnukortalestur - Tveggja tíma lúxus pakki
85 min

Rannsókn á stjörnukortinu þínu af minni hálfu þar sem ég leggst yfir kortið og upplifun mína af þér eftir fyrsta lesturinn. Ég leitast þar eftir munstrunum sem sálin þín er að eiga við og hvernig hægt sé að nýta sér þekkingu á því hvernig þú ert sem og hvernig stjörnukortið þitt virkar. Þetta geri ég til þess að hjálpa þér að komast sem greiðfærast í gegnum þær hindranir sem liggja innra með þér og hvaða verkfærum þú getur beitt til þess að sigrast á þeim. Í þessum pakka eru innifaldir tveir stjörnukortalestrar ásamt klukkustundar rannsókn af minni hálfu á stjörnukortinu. Fyrsti tími væri tekinn þar sem ég fæ að kynnast orkunni þinni, gefa þér lestur á það sem ég finn og langar að koma til skila í fyrsta tíma. Síðan er rannsóknin. Í seinni stjörnukortalestrinum fer ég síðan yfir það sem ég fann. Ef ekki verður þörf á eða vilji til að klára seinni tímann þá endurgreiði ég þann tíma sem er þegar greiddir og ónýttur. Ef ekki er hætt við seinni tímann strax þá verður rannsóknin einnig greidd því hún er ávallt gerð rakleiðis eftir fyrsta tímann.

Stjörnukortalestur - Fimm tíma pakki
55 min

Með því að bóka fimm tíma í stjörnukortalestri þá gerum við okkur fyrirfram samkomulag um að fara hægar í gegnum kortið og mun betur. Að staldra við mikilvægustu atriðin til þess að tryggja það að skilningur náist. Með því að gefa okkur fimm skipti getum við unnið saman að því að ná fastari tökum á því sem er þér mikilvægt og styðja við þann vöxt sem er í vændum. Ef ekki verður þörf á eða vilji til að klára þessa fimm tíma þá er endurgreiði ég þá tíma sem eru þegar greiddir og ónýttir. Fimm tíma pakkinn inniheldur 85 mín fyrsta tíma og síðan fjóra aðra 55 mín tíma.

Stjörnukortalestur - Fimm tíma lúxus pakki
85 min

Þessi pakki er allt það sem tveggja tíma lúxus pakkinn hefur ásamt þremur öðrum klukkustundar kortalestrum. Hérna tökum við tveggja tíma lúxus pakkann og tökum eins mikið út úr því ævintýri sem opnast fyrir með þeim ásetning að kafa djúpt inní sálina. Hér förum við á dýpið og skoðum það vel og gaumgæfilega. Í þessari vegferð tökum við ávallt stöðuna og minnum okkur á að þó við séum að sjá þessa fegurð innra með okkur sjálfum þá búa allir aðrir einstaklingar einnig yfir slíkri fegurð. Einungis öðruvísi. Með því að skilja og komast í tæri við fegurðina innra með okkur sjálfum þá eigum við færi á að finna tilgang okkar í þessu lífi og byrja að lifa samhvæmt honum, ef við þorum. Engin loforð eru gefin um að sá tilgangur finnist en ásetningurinn í áttina á þeirri leit getur tekið okkur á merkar slóðir. Með því að taka þennan fimm tíma lúxus pakka þá er þér boðið í lokaðan hóp sem allir sem hafa bókað þennan pakka fá aðgengi að. Þar verður vettvangur til þess að ræða hluti sem snerta okkur sjálf í öruggu rými þar sem allir hafa fengið djúp kynningu á sjálfum sér og geta prófað að opna fyrir hjarta sitt. Boðið kemur þegar þessir fimm tímar eru búnir. Ef ekki verður þörf á eða vilji til að klára þessa fimm tíma þá endurgreiði ég þá tíma sem eru þegar greiddir og ónýttir.

Markþjálfun - 5 tímar
55 min

Í markþjálfun gefst tækifæri til þess að fara djúpt innávið og leita að þeim atriðum sem hvern og einn langar að gera en skortir oft tenginguna við. Þegar við tengjumst vilja okkar og því sem okkur persónulega virkilega langar að gera eða afreka þá gerast oft magnaðir hlutir. Því meðvitundin ein leysir svo mikla orku úr læðingi. Með þessum fimm skiptum gefum við okkur tíma til þess að kafa og leita og finna hvað það er sem sálin kallar eftir. Síðan styðja við það sem við fundum og koma finna leiðir til þess að gera það að veruleika eða finna fyrstu skrefin í áttina að því. Stjörnuspekiskólinn var upprunalega hugmynd sem kom upp hjá mér í markþjálfun og sú hugmynd eða vilji minni hefur svo sannarlega gert líf mitt betra. Möguleikarnir fyrir því hvað er hægt að finna innra með hverjum og einum eru svo magnaðir og því er þessi vegferð í markþjálfun svo dýrmæt. Ef ekki verður þörf á eða vilji til að klára þessa fimm tíma þá er endurgreiði ég þá tíma sem eru þegar greiddir og ónýttir.

Stjörnukortalesur + Markþjálfun - 5 tímar
55 min

Í þessari blöndu af markþjálfun og stjörnukortalestri er markþjálfun tekin til skiptis við stjörnukortalesturinn. Fyrsti tími er markþjálfunar tími og síðan skiptast þeir á frá því. Þessi vara er hugsuð sem markmiðasetning með stjörnukortið að leiðarljósi, hvernig stjörnukortið getur stutt við og aðstoðað við þau markmið/þann vilja sem þú sækist eftir. Markþjálfun og stjörnuspeki eru tvö verkfæri sem styðja við sjálfsuppgvötun og þekkingu. Í sameiningu geta þau unnið gífurlega vel saman og stutt við þig í leit þinni að þér og hvað það er sem þú vilt. Markmiðið gæti verið eins einfalt og að kynnast sjálfum/sjálfri þér betur. Göfugt markmið með fullt af góðum tilfinningum. Ef ekki verður þörf á eða vilji til að klára þessa fimm tíma þá endurgreiði ég þá tíma sem eru þegar greiddir og ónýttir. Markþjálfunar tímarnir er 55 mínútur og stjörnukortalestrarnir eru 85 mínútur.

Paralestur - Þriggja tíma pakki
85 min

Í þessum þriggja tíma pakka byrjum við á öðrum hvorum aðilanum í 85 mínútna einstaklings stjörnukortalestur og síðan er bókaður tíminn fyrir hinum aðilanum 85 mínútna einstaklings stjörnukortalestur. Þegar þeir eru búnir þá er bókaður 120 mínútna paralestur þar sem kortin og þið tvo eruð tekin vel fyrir þar sem ég hef fengið að kynnast hvoru ykkar í sitthvoru lagi áður en ég hitti ykkur saman. Þetta gefur aukna getu á sjá djúpmunstrin og hvernig hægt sé að ná saman á vegu þar sem vilji ykkar, vonir og draumar sem einstaklingar geta sammælst og átt sér samleið í þessu sambandi sem speglar fyrir hvort annað. Að finna sér góðan spegil í sambandi og að fá kennslu og leiðbeinslu um hvernig maður getur verið enn betri spegill fyrir maka sinn til þess að styðja við hann/hana á sínum vexti eru að mínu mati algjör forréttindi. Að gleðjast gagnvart þeim verkefnum sem makinn er að eiga við og hvetja hann/hana til dáða og á sama tíma njóta þess nákvæmlega sama á móti. Sambönd eru einn magnaðasti vettvangur til vaxtar, ef ég tala frá minni eigin raun. Ánægja mín er svo mikil yfir því að fá að styðja við önnur pör til þess að eiga slík sambönd.