English
Ef þú vilt vita meira um markþjálfun eða ert óviss um hvort markþjálfun henti þér er velkomið að óska eftir símtali án kostnaðar eða frekari skuldbindingar. Veldu tíma sem þér hentar og skráðu símanúmerið þitt og ég hef samband.
Markþjálfun er samtalstækni sem ætlað er að opna á möguleika hvers og eins til að hámarka eigin getu. Markþjálfun fer fram í trúnaðarsamtali þar sem markþjálfi spyr spurninga sem vekja einstaklinginn til umhugsunar og hjálpar honum að finna sinn innri styrk. Allt miðar þetta að því að taka skref í átt að eigin tilgangi, draumum og framtíðarsýn.
NBI hugsnið gefur innsýn í það hvernig hver og einn einstaklingur kýs helst að hugsa og þar með hvað það er sem helst stýrir hegðun hans. NBI er áreiðanlegt og vel rannsakað greiningartæki sem er hannað til að hjálpa þér að ölast innsýn í eigin huga. Þetta er öflugt tæki til að kynnast þér betur og vaxa sem persóna. Að lokinni bókun færðu sendan tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú tekur greininguna. Ath. að hafa tímabókunina með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara svo þú getir tekið greininguna fyrst.
Tímabókun vegna fyrsta tíma í marþjálfunarpakka. Annar og þriðji tími eru bókaðir í fyrsta tímanum. Nánari upplýsingar um markþjálfunarpakka má finna á https://www.loacoaching.is/.