English
Blanda af nuddtæknum notaðar út frá því hvað líkaminn kallar á. Hér er lagt áherslur á 1-2 líkamsvæði sem þurfa á athygli að halda og kafað í þau með eftirfarandi tæknum: - Klassískt - Vefjalosun - Kinesiology - Íþrótta - Heildrænt
Heildrænt nudd er frjálsflæðandi nuddtegund þar sem unnið er með líkamann sem eina heild. Hún hjálpar að skapa dýpri tengingu við sig sjálfan og koma jafnvægi á og nærir bæði líkama og sál. Fyrir hvern einstakling er heildræn nuddmeðferð einstök og aðlagast að þörfum hvers og eins og gerir það nuddið sköpunarfullt og lifandi.
Þarftu á djúpri slökun að halda? Klassískt nudd er fullkomin leið til að losa um spennu, bæta blóðrás og slaka á vöðvum. Það dregur úr vöðvaverkjum, streitu, stuðlar að betri svefni, hraðari endurheimt eftir líkamlega áreynslu auk þess að bæta almennan vellíðan. Gefðu líkamanum þá umönnun sem hann á skilið.
Klassískt nudd þar sem maginn er tekinn með. Maganudd er gott fyrir meltinguna og taugakerfi, getur hjálpað líkamanum að slaka, hreinsa og jafna sig og að losa um tilfinningalega spennu.
Þarftu á djúpri slökun að halda? 90 mínútna klassískt nudd þar sem allur líkaminn er tekinn og hægt að setja áherslu á líkamsparta eftir óskum. Klassískt nudd er fullkomin leið til að losa um spennu, bæta blóðrás og slaka á vöðvum. Hér er líka hægt að velja magann með ef óskað er eftir því :)
Sogæðanudd er nákvæmt kerfi af nuddstrokum sem miðar að því að styrkja og auka flæði sogæðakerfi líkamans. Með því að færa sogæðavökva að næsta eitlakerfi með mjúkum strokum styður nuddmeðferðin við hreinsun úrgangsefna og dregur úr óæskilegri vökvasöfnun, bjúgum og bólgum. Þetta milda en áhrifaríka nudd örvar ónæmiskerfið, eykur blóðflæði og gefur djúpa slökun. Einkenni vanvirks sogæðakerfis eru m.a. -Þrútnir fingur (ath. hringar þröngir) -Stirðleiki og verkir í liðum, sérstaklega fyrst á morgnana. -Slen og slappleiki -Upppemba -Kláði í húð -Bjúgur um líkamann -Stækkun á brjóstum og jafnvel verkir -Þurr húð -Þokukennt minni -Kaldir fætur og hendur -Þyngdaraukning -Aukin kviðfita -Lélegt ónæmiskerfi -Höfuðverkur -Ofurnæmi (hávaði, umhverfi, næring, samskipti......) -Hægðatregða, niðurgangur og/eða slim í hægðum
Íþróttanudd er kröftugt og þétt nudd. Dregur ú vöðvastreitu & bólgum auk þess að auka blóðflæði. Hentar vel bæði þeim sem stunda íþróttir að kappi og einnig þeim sem eru að glíma við stífa vöðva, verki og bólgur í líkamanum frá daglegu lífi.
Íþróttanudd er kröftugt og þétt nudd. Dregur ú vöðvastreitu & bólgum auk þess að auka blóðflæði. Hentar vel bæði þeim sem stunda íþróttir að kappi og einnig þeim sem eru að glíma við stífa vöðva, verki og bólgur í líkamanum frá daglegu lífi.
Shiatsu er þrýstipunktameðferð sem notar fingurþrýsting til að losa spennu og endurheimta orkujafnvægi líkamans. Með ákveðnum takti hefur þrýstingur áhrif á orkubrautir og lífskraft líkamans auk þess að draga úr spennu & þreytu, róar taugakerfið, endurnýjir orkustig, getur hjálpað við svefnvandamál og bíður upp á djúpa slökun. Ef þú vilt upplifa dýpri vellíðan, jafnvægi & aukna orku í daglegu lífi, þá er Shiatsu fyrir þig. Engin olía notuð og hægt velja að vera í fötum.
Höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð stig I - 10 þrepa meðferð. Mjúk og djúp slökun fyrir líkama og taugakerfi. Einstaklega mild snertimeðferð sem vinnur með höfuðbeinin, spjaldhrygginn og mænuvökvann sem tengir þau. Léttur 5gr þrýstingur notaður til að losa spennu, koma jafnvægi á taugakerfið og styðja við náttúrulega sjálfbata líkamans.
Svæðanudd er fótanudd sem beitir þrýstingi á sérstök svæði fóta og vinnur á orkukerfum líkamans til að örva náttúrulega lækningar hæfileika hans og koma á jafnvægi. Þessi slakandi meðferð getur stuðlað að betri svefni, aukið orku, virkni líffæra og ónæmiskerfis og er góð leið til að ná fram djúpri slökun og bæta svefn.