Choose a service

Forvarnir - hópar
60 min

Arnrún María kennir lausnamiðaðar leiðir til að styrkja börn, foreldra og starfsfólk. Þú færð einföld verkfæri til að efla samskipti, setja og virða mörk og bregðast við þegar grunur vaknar um ofbeldi.“

L
Lausnahringurinn er lífstíll sem hjálpar okkur í samskiptum
60 min

Lausnahringurinn kennir okkur að setja mörk í samskiptum Viltu kynna þér einfaldar og árangursríkar lausnir til að bæta samskipti fyrir fólk á öllum aldri. Aðgengilegt fyrir skólafólk á öllum aldri, foreldrafélög og starfsmannahópa, alla sem vilja bæta samskiptin Sjá nánar á samtalid.is

Samtalið heima
60 min

Samtalið heima býður einfaldar lausnir eins og félagsfærnisögur, stundaskrár og umbunarkerfi sem hafa skilað frábærum árangri fyrir fjölskyldur. Þjónustan gefur rödd barnsins aukið vægi og hjálpar við að finna lausnir á vanlíðan eða vanda. „Einfaldar lausnir sem breyttu daglegu lífi okkar strax.“ – Umsögn frá foreldri.

Einstaklingsnámskeið fyrir börn og ungmenni (3–18 ára)
60 min

Á námskeiðinu kynnast börn og ungmenni Lausnahringnum – lausnum sem efla samskipti, sjálfstjórn, þátttöku og virðingu fyrir mörkum. Hvert námskeið er aðlagað aldri og þroska og gefur þátttakendum tækifæri til að: ræða það sem skiptir þau máli, tengja lausnirnar við eigið líf og daglegt umhverfi. Sumir sækja einn tíma, aðrir fleiri, allt að 10 skipti. Markmiðið er að skapa öryggi, virðingu og gleði í námi og samskiptum. 👉 Fyrir fjölskyldur er einnig í boði sérstakt námskeið.

Skapandi stund
90 min

Skapandi 90 mín. námskeið fyrir börn, fjölskyldur, vinahópa og vinnustaði. Þú býrð til þína eigin krukku með spurningum, verkefnum og hugmyndum sem efla samskipti, virðingu, vináttu og sjálfstraust. 👉 Innifalið: fræðsla, allt efni, krukka, verkefnablöð og litir.

Áheyrn fyrir starfsfólk skóla
40 min

Þjónusta fyrir starfsfólk í leikskólum, hægt að mæta á staðinn í Samtalið eins er í boði að taka símtal eða rafrænan fund. Það sem hentar hverjum og einum hentar hvar sem er á landinu

Lausnahringurinn er lífstíll sem hjálpar okkur í samskiptum
60 min

Hvort sem þú ert barn, unglingur, foreldri, amma, frændi eða yfirmaður, velkomin í Samtalið. Velkomið að bóka þína lausnastund og fá leiðsögn í Lausnahringnum á þínum forsendum.