English
Orkuvinna - Tónheilun og Reiki Heilun. Meðferðin fer fram á nuddbekk, í þægilegum fatnaði. Ég vinn með Reikiheilun og tónheilunar hljóðfæri til að komast inn í orkukerfi líkamans. Orkuvinna með höndum og Tónkvíslum sem eru í plánetutíðnum og þannig er líka verið að vinna með eiginleikar stjörnufræðinnar. Tónkvíslum er þrýst á orkupunkta sem eru hlið inn í orkubrautir líkamans. Samhliða meðferðinni myndast gjarnan samtal á dýptina sem helst í hendur við þá einstaklingsmiðuðu vinnu sem fer fram á nuddbekknum. Þetta er þó að sjalfsögðu valfrjáls liður meðferðarinnar. Áhrifin era m.a. -Djúpslökun -Innra ferðalag -Andlegt ferðalag -Losun á spennu og áföllum -Heilun - Útgeislun og vellíðan
Andlitsmeðferðin bætir húðheilsu - eykur blóðflæði og collagen framleiðslu, getur dregið úr fínum línum, styrkir andlitsvöðva en gefur þeim slaka í leiðinni. Dregur úr baugum, spennu í kringum augum og bjúgmyndun. Húðin verður bjartari og líflegri og rakamyndun verður meiri. Slakar á ennisvöðvum og mýkir línur á enni og á mili augnabúna. Orkupunktarnir vinna allment með meira orkuflæði í líkamanum sem meðal annars styður við aukinn lífskraft, heilbrigða meltingu, innri ró, svefngæði og útgeislun.