Noona manifestóið 📜

Við þjónum þeim sem þjóna

Við erum ekki alveg hlutlaus, en að okkar mati er það að þjóna og hjálpa öðrum fallegasta leiðin til þess að þéna og afla tekna.

Það er ein af ástæðunum fyrir því að þú ákvaðst að gera það sem þú gerir, ekki satt?

Þín velgengni, núna og í framtíðinni, mun vera summan af öllum þeim upplifunum sem þú býrð til fyrir viðskiptavini þína, og öll samböndin sem þú byggir með þeim.

Síðan árið 2014 höfum við stefnt að því að hjálpa fólki alls staðar að búa til merkingarfull viðskiptasambönd.

Við erum að reyna að breyta bransanum með því að gera hann enn persónulegri og meira í takti við þarfir þeirra sem veita þjónustuna.
‍‍
Alveg eins og þú, þá vinnum við hjá Noona við það að búa til sambönd. Við komum fram við viðskiptavini okkar alveg eins og þú kemur fram við þína fastakúnna: með virðingu, hreinskilni og tryggð. Þú getur treyst okkur fyrir því að vera alltaf að bæta okkur og að hafa alltaf þína bestu hagsmuni að leiðarljósi.

Það er loforðið okkar til þín: þegar öðrum er sama, þá erum við til staðar.

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.