Byrjaðu frítt
Endaðu með ofurkrafta

Þú getur notað fría útgáfu af Noona HQ eins og þú vilt.
Þú getur líka bætt við þig virkni sem er sérhönnuð til að hjálpa þér að ná meira úr rekstrinum.
Við köllum það ofurkrafta.

Noona HQ: Tímabókunarkerfi

Byrjaðu frítt

Græjaðu reksturinn án þess að borga krónu

0 kr
/ mán
Búa til aðgang

Ótakmarkaðar tímabókanir

Netbókanir

iOS og Android app

Ótakmarkaðir starfsmenn

Ótakmörkuð svæði

Email áminningar

Listi yfir viðskiptavini

Tölfræði um reksturinn

Taktu reksturinn á næsta stall

Þú getur hvenær sem er bætt við þig ofurkröftum, og hvenær sem er snúið til baka.

Ofurbókanir merki

Ofurbókanir

Taktu reksturinn á næsta stall

4.000 kr
/ mán
+ 990 kr / mán per starfsmann

Saga viðskiptavina

SMS Herferðir

Biðlistar og minnismiðar

Valkvæðar SMS-áminningar

Netbókanir á þína vefsíðu

Sölukerfis merki

Sölukerfi

Allur reksturinn á einum stað

2.000 kr
/ mán
+ 1.990 kr /mán per starfsmann

Sérhannað sölukerfi fyrir þjónusturekstur

Utanumhald um gjafabréf

Vertu með sölutölurnar á hreinu

Frítt eða ofurkraftar?

Free

Appt. Pro

€0
/mo
€19
/mo
+ €4.9/mo per additional user

Fría útgáfan

Ofurbókanir

Features

0 kr
/ mán
4.000 kr
/ mán
+ 990 kr per starfsmann

Ótakmarkaðar bókanir

iOS og Android app

Netbókanir

Viðskiptavinakerfi

Tölfræði um reksturinn

Sér-reitir

Email áminningar og áminningar úr Noona appinu

24/7 þjónusta

SMS áminningar

Ótakmörkuð saga viðskiptavina

Netbókanir á eigin vefsíðu

Biðlistar og minnismiðar

Samþykkja / hafna tímum sem koma af netinu

Reksturinn á einum stað

Gerðu það sem þú gerir best, við sjáum um rest.

Read more →

Hvað í FAQanum?

Hvaða tæki þarf ég til að nota Noona HQ?

Noona HQ virkar á öllum tækum, hvar sem er og hvenær sem er. Sumir kjósa að nota tölvu, enda er auðveldara að skrifa á slíka græju. Aðrir kjósa spjaldtölvu til þess að geta valsað um frjáls með Noona HQ í hendi. Sumir nota bara gamla góða símann. Valið er þitt.

Kostar Noona HQ virkilega ekki neitt? 

Algjörlega. Ja, ekki nema þú kjósir að reima á þig skik

Hvernig get ég prófað Noona HQ? 

Smelltu á "Búa til aðgang" hér efst til hægri.

Er þjónustan ykkar virkilega 24/7? 

Næstum því. Svo lengi sem það er einhver innan fyrirtækisins vakandi, þá erum við á vaktinni! 

Hvenær sendast áminningar um tíma á viðskiptavini? 

Áminningar sendast um hádegisbil degi fyrir tímann.

Get ég prófað ofurkraft áður en ég staðfesti áskrift?

Já! Um leið og þú býrð til Noona aðgang (sem þú getur gert hér) þá færðu skjálfkrafa prufutímabil fyrir Ofurbókanir í 14 daga og svo getur þú líka prufað Sölukerfið í heila 30 daga.

Hvað gerist þegar prufutímabilinu lýkur?

Öll virkni sem tengist Ofurbókunum verður ekki lengur aðgengileg. Ef þú vilt fá aðgengi aftur þá þyrftir þú að fara í áskrift. Engar áhyggjur samt, við eyðum engum gögnum sem verða til yfir prufutímabilið svo ef þú ákveður seinna að þú viljir vera með ofurbókanir, þá hefuru aðgengi að þeim gögnum (sama hversu langur tími líður).

Hvað gerist ef ég vil hætta í áskrift?

Þú einfaldlega ýtir á “segja upp áskrift” takka. Það er engin uppsagnarfrestur, engin auka gjöld eða annað rugl - þú getur sagt upp áskrift hvenær sem þú vilt og við rukkum þig ekki einni krónu umfram það sem þú notar. Þaðan af getur þú svo haldið áfram að nota fríu útgáfuna af Noona HQ.

Hvernig virka netbeiðnir?

Með því að virkja netbeiðnir þá færð þú þinn eigin prófíl sem þú getur deilt með hverjum sem er, svo birtist þú auðvitað á Noona appinu.

Á prófílnum geta viðskiptavinir þínir svo bókað tíma hjá þér og er sjálfkrafa boðið tími þegar þú ert laus. Þú færð svo tilkynningu við bókun og hún birtist inn í dagatalinu þínu. Þetta er í rauninni töfrum líkast.

Þú hefur auðvitða fulla stjórn á því hvaða þjónustur og starfsmenn birtast í netbeiðnum. Einnig getur þú valið tvær leiðir til að taka við bókunum:

1. Þú færð tilkynningu um beiðni sem þú getur samþykkt eða hafnað, þú ræður þá hverjir meiga bóka hjá þér
2. Þú færð tilkynningu um að viðskiptavinur hafi bókað hjá þér á netinu, engin auka vinna fyrir þig

Þú ræður hvor leiðin hentar þér betur.

Hvað gerist eftir að ég samþykki eða hafna beiðni?

Þegar þú samþykkir netbeiðni um tíma hjá þér þá eru skilaboð send til viðskiptavinar um að þú hlakkir til að sjá þau. Ef þú hafnar þá látum við þau vita að þú getir því miður ekki tekið við þeim á þessum tíma.

Hvaða upplýsingar þurfa viðskiptavinir að gefa upp til að geta bóka á netinu?

Einu skylduðu upplýsingarnar eru nafn og símanúmer. Fyrir utan það, þú ræður! Þú getur einnig valið að viðskiptavinur skilji eftir netfang eða kennitölu. Ef þú vilt safna öðrum upplýsingum fyrir utan það þá getur þú búið til sérstaka bókunarspurningu. Til dæmis ef þú myndir vilja spurja viðskiptavininn hversu langt hárið þeirra er þar sem þau eru að bóka tíma í litun. Þú hefur valið.

Get ég stjórnað hvaða starfsmenn og þjónustur birtast í netbeiðnum?

Auðvitað, þau sem vilja ekki taka við netbeiðnum þurfa ekki að gera það. Varðandi hvaða þjónustur er hægt að bóka á netinu, þá hefur þú allt valið hvað þú vilt bjóða upp á.

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.