9/19/24
Nýr fídus
Listi yfir tímabókanir
Listi sem inniheldur allar þínar tímabókanir er nú aðgengilegur í felliglugganum hjá dagatals tákninu sem er efst í vinstra horninu á dagatalinu þínu og í valmyndinni í bæði farsíma og tölvu. Listinn inniheldur leitarvirkni sem gerir notendum kleift að leita eftir tímabókunum á fljótlegan hátt. Með þessari öflugu virkni getur þú leitað að tímabókunum eftir nafni viðskiptavinar, starfsmanns eða tímabili, og þar með bætt vinnuferla til muna.
Einnig getur þú nú nálgast og skoðað allar tímabókanir sem hafa verið eytt. Það ætti að gefa þér mun betri yfirsýn yfir allar tímabókanir, þar með talið þær sem hafa verið afbókaðar eða fjarlægðar. Þessi virkni ætti því að auka gagnsæi þannig að þú getir fylgst betur með tímabókunum sem hafa verið eytt, hvort sem það hefur verið gert óvart eða viljandi.
Listaviðmótið býður upp á nýja leið til að fylgjast með allri þinni dagsskrá og getur verið hentugt ef þér finnst dagatalsviðmótið yfirþyrmandi. Þetta straumlínulagaða viðmót birtir bókanir í skýrri tímaröð þannig að þú getir einbeitt þér að einstaka tímaslottum og upplýsingum tengdum tímabókunum án þess að þurfa að horfa á sjálft dagatalið. Ef þú þarft síðan að hlaða niður eða prenta út dagskrána þína getur þú einfaldlega vistað listann sem PDF með því að smella á hnappinn með prentara tákninu.
Að auki er glænýtt mælaborð sem hefur verið bætt við efst á listaviðmótinu. Það veitir þér dýrmæta innsýn þar sem þú getur í fljótu bragði nálgast lykilframmistöðuvísa, þróun tímabókana og aðra mikilvæga gagnapunkta sem auðvelda ákvarðanatöku byggða á gögnum og frammistöðumælingu.