3/18/24
Nýr fídus
Þóknanir fyrir starfsmenn
Þjónustuiðnaðurinn samanstendur af alls kyns fyrirtækjum - en það sem virðist vera algeng beiðni frá mörgum tegundum fyrirtækja er að geta stillt þóknun fyrir starfsmenn þegar þjónustur eða vörur eru seldar.
Hvernig á að kveikja á þóknun fyrir starfsmenn?
Þú getur kveikt á starfsmannaþóknun fyrir hvern starfsmann á stillingasíðu starfsmanna. Þar er hægt að stilla sérstaka þóknun fyrir þann starfsmann. Þessi þóknun getur verið mismunandi prósenta fyrir þjónustu, vöru, gjafabréf og bókanir.
Þar sem starfsmannaþóknanir eru nátengdar sölu á þjónustu, vörum og gjafabréfum er aðeins hægt að virkja þóknanir fyrir þá sem eru að nota sölukerfi Noona HQ.
Skjáskot út Noona HQ
Commission Reports
Eftir að hafa virkjað þóknun fyrir starfsmenn geta viðskiptavinir okkar fengið aðgang að skýrslum til að nota þegar þeir þurfa upplýsingar um þóknanir:
Sundurliðun þóknunar eftir starfsmanni: Þessi skýrsla er samantekt á öllum þóknunum fyrir hvern starfsmann, sundurliðað í flokka fyrir þóknun eftir þjónustu, þóknun eftir vöru, þóknun eftir seldum gjafabréfum og þóknun eftir bókunum.
Skjáskot úr Noona HQ
Hjálpargrein
https://help.noona.app/en/articles/9054550-staff-commissions