Bæting

Breytt og bætt Noona HQ app fyrir símann

Við vitum að mörg ykkar eru aðallega að nota Noona HQ í símanum, hvort sem að það er iPhone, Android eða eitthvað allt annað!

Í fullri hreinskilni var Noona HQ ekki upprunalega hannað með síma í huga, en þetta hefur verið að breytast mikið að undanförnu. Núna hönnum við allar nýjar uppfærslur með símana efst í huga og við höfum verið að gefa okkur góðan tíma í að betrumbæta Noona HQ í símanum.

Þessi uppfærsla sýnir að þetta skiptir okkur máli! Í nýju símaútgáfunni af Noona HQ getur þú loksins gert allt það sem þú hefur hingað til þurft að gera á tölvunni, auk þess sem að appið er mun þægilegra í notkun.

Núna er hægt að:

  1. Skoða söluskýrslur og reikninga á símanum

  2. Setja upp, skoða og breyta netbeiðnastillingum á ferðinni

  3. Skoða yfirlitið á símanum

  4. Senda SMS herferðir úr símanum

  5. … og fleira

Við vonum að þið séuð ánægt með þessa nýju uppfærslu og hlökkum til að bjóða upp á enn meiri þægindi í síma og spjaldtölvur.

Endilega hafið samband ef að þið hafið eitthverjar ábendingar eða athugasemdir varðandi nýju uppfærsluna ❤️

Nýlegar breytingar og lagfæringar

  • Dagatalið flettist ekki lengur undarlega þegar að verið er að skoða vikuna í dagatalinu

  • Ólíklegra er að tímar séu óvart færðir á vitlausan stað

  • Tilkynningar sendast ekki lengur út til viðskiptavina ef að afbókaðir tímar eru færðir

  • Núna á alltaf að vera auðvelt og þægilegt að búa til frítíma

  • … og margt fleira

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.

Þú getur byrjað í dag, án þess að fara í áskrift

Allir geta notað aðal partinn af kerfinu okkar algjörlega frítt… að eilífu. Við að vísu bjóðum uppá nokkra góða ofurkrafta en þeir eru algjörlega valkvæmir.