Noona Paylink & Split Settlements
Noona Paylink & Split Settlements
Noona Paylink & Split Settlements

Nýr fídus

Noona PayLink & Skipt uppgjör

Við hjá Noona erum full tilhlökkunar að kynna tvær frábærar nýjungar, sem miða að því að bæta greiðsluferlið fyrir viðskiptavini okkar og þá sem sækja þjónustu til þeirra. Þessar viðbætur snúast um að gera viðskipti einfaldari og skapa áreynslulausa greiðsluupplifun fyrir söluaðila og neytendur.

Noona PayLink: Einföld og hröð greiðslulausn

Noona PayLink er ný greiðsluleið fyrir Noona HQ notendur sem nota einnig sölukerfið okkar, Noona POS. Þessi viðbót gerir söluaðilum kleift að senda greiðslubeiðni beint í síma viðskiptavina sinna, svo að þeir geti með auðveldum hætti klárað greiðsluna.

 • Greiðslubeiðni beint til neytenda: Á sölustað geta söluaðilar valið PayLink greiðsluleiðina til að senda greiðslu beint í síma viðskiptavinarins, í stað þess að senda greiðsluna í posa (kortalesara).

 • App og SMS samþætting: Ef símanúmer neytandans er tengt við Noona mun hann fá tilkynningu um greiðslu beint í Noona appið. Ef neytandinn er ekki með Noona aðgang fær hann SMS með greiðslu-hlekk sem leiðir hann á greiðslusíðu.

 • Sveigjanlegir greiðslumöguleikar: Neytendur geta með þessum hætti gengið frá greiðslu í símanum sínum með því að slá inn kortaupplýsingar eða með því að nota Apple Pay / Google Pay.

 • Með viðskiptavild í fyrirrúmi: Eftir greiðslu eru neytendur spurðir hvort þeir vilji bæta söluaðilanum við í “uppáhalds”, sem hvetur til viðskiptavildar milli söluaðila og viðskiptavina hans.

Noona PayLink er fyrsta skrefið okkar í átt að því draga úr þörf söluaðila til að hafa sérstakan vélbúnað eins og posa (kortalesara) á leigu.

Noona pay

Skipt Uppgjör: Ein greiðsla, margir áfangastaðir

Að geta skipt greiðslu-uppgjörinu er nýstárleg viðbót við sölukerfið okkar, sem gerir söluaðilum kleift að skipta einni færslu á marga viðtakendur. Margir söluaðilar hafa orðið fyrir þeim óþægindum að þurfa að afgreiða eina sölu en skipta henni í tvær kortagreiðslur. Gott dæmi um þetta er þegar klippari rukkar viðskiptavin fyrir bæði klippingu og vöru, eins og sjampó. Í mörgum tilfellum er það hárgreiðslustofan sem rukkar fyrir sjampóið á sinn eigin kortalesara en hárgreiðslumeistarinn rukkar fyrir sína þjónustu á annan kortalesara.

Með tilkomu Noona Paylink er hægt að senda greiðslubeiðni í síma viðskiptavinar og skipta greiðslunni á tvo staði. Hárgreiðslumeistarinn fær lagt inn á sig fyrir þjónustunni og hárgreiðslustofan fær lagt inn á sig fyrir sjampó-inu 👌

Kostir þess að geta skipt uppgjörinu:

 1. Einföld leið til að skipta greiðslum: Söluaðilar geta nú afgreitt eina greiðslu fyrir margar þjónustur eða vörur, jafnvel þótt þær séu veittar eða seldar af mismunandi aðilum, eins og verktökum og fyrirtækinu sjálfu.

 2. Sjálfvirk uppgjör: Þegar greiðsla á að skiptast milli nokkurra aðila skiptir Noona HQ uppgjörinu á réttan hátt í samræmi við hver seldi hvað, sem tryggir að hver aðili fái sínar tekjur hratt og örugglega.

Að svo stöddu virkar aðeins að skipta uppgjörinu með Noona Paylink, en seinna meir verður einnig hægt að nota einn kortalesara sem skiptir greiðslum sjálfkrafa!

Noona split settlements


Spjallaðu við okkur

Skoðaðu hvernig Noona HQ gæti hentað þér og fáðu leiðsögn um kerfið

Horfa á sýnikennslu

Skoðaðu hvernig og afhverju Noona á 15 mínútum

Fáðu fleiri bókanir með minni fyrirhöfn

 • Sölukerfi

  Netbókanir

  Tímabókanir

  SMS herferðir

  Ótakmörkuð viðskiptavinasaga

  Áminningar fyrir tíma

  Sérsniðnir aukareitir

  Sveigjanleg gjafabréf

Spjallaðu við okkur

Skoðaðu hvernig Noona HQ gæti hentað þér og fáðu leiðsögn um kerfið

Horfa á sýnikennslu

Skoðaðu hvernig og afhverju Noona á 15 mínútum

Fáðu fleiri bókanir með minni fyrirhöfn

 • Sölukerfi

  Netbókanir

  Tímabókanir

  SMS herferðir

  Ótakmörkuð viðskiptavinasaga

  Áminningar fyrir tíma

  Sérsniðnir aukareitir

  Sveigjanleg gjafabréf

Spjallaðu við okkur

Skoðaðu hvernig Noona HQ gæti hentað þér og fáðu leiðsögn um kerfið

Horfa á sýnikennslu

Skoðaðu hvernig og afhverju Noona á 15 mínútum

Fáðu fleiri bókanir með minni fyrirhöfn

 • Sölukerfi

  Netbókanir

  Tímabókanir

  SMS herferðir

  Ótakmörkuð viðskiptavinasaga

  Áminningar fyrir tíma

  Sérsniðnir aukareitir

  Sveigjanleg gjafabréf